
Um Bjöggu
Ég heiti Björg Kristinsdóttir og er 3 barna móðir. Ég bý í Garðinum þar sem ég er fædd og uppalin. Handavinna hefur alltaf verið ástríða mín og hef ég verið með prjóna við hönd frá 10 ára aldri.
Haustið 2019 gaf ég út mína fyrstu uppskrift sem var að vettlingum með bleiku slaufunni.
Síðan þá hef ég gefið út eftirfarandi uppskriftir:
- 2020: Vettlingar með bleiku slaufunni
- 2021: Vettlingar með bleiku slaufunni
- 2022: Bestu leikskóla vettlingarnir
- 2023: Vettlingar með bleiku slaufunni
- 2024: Vettlingar með bleiku slaufunni
- 2024: Barna vettlingar fyrir 5-6 ára og 7 ára
Ég hef einnig verið að taka við sérpöntunum. Ef þig vantar eitthvað sérstakt fyrir þig eða einhvern sem þér þykir vænt um, þá geturu ýtt á hnappinn hér fyrir neðan og haft samband við mig í gegnum facebook síðuna mína.